top of page

Samfélagsmiðlar og símanotkun

Þróun símans hefur stigmagnast í gegnum árin. Alexander Graham Bell fann upp fyrsta símann árið 1876 (itpa, án dags). Sími átti upprunalega að vera notaður til að hafa samband við fólk sem er ekki á sama stað t.d. hringja eða senda skilaboð. En nú eru breyttir tímar, síminn er orðinn miklu tæknivæddari og notkun hans er orðin miklu meiri og hægt að gera miklu meira en að hringja og senda skilaboð. Til dæmis er hægt að taka ljósmyndir og myndbönd, fara í leiki, lesa og hlusta á fréttir, vafra um á veraldarvefnum, hlusta á tónlist, vera á samfélagsmiðlum og miklu meira. Fólk er miklu meira í símanum núna heldur en áður því að síminn hefur nú meira notagildi.

Farsímarnir okkar gefa okkur aðgang að samfélagsmiðlum allan sólarhringinn, sem getur spilað inn í þunglyndi

(Brookhavenretreat, 2017).

Samfélagsmiðlar þróast ekki beinlínis en eru þó undir stöðugri uppfærslu.

(Youtube, 2016)

bottom of page