top of page

Samfélagsmiðlar og símanotkun

Það glíma margir við að vera of mikið í símanum og hér eru nokkur ráð sem hafa hjálpað okkur að hætta að vera eins mikið í símanum.

  • Til að byrja með er hægt að fara yfir það hversu miklum tíma maður eyðir í símanum og sjá hvað það er í símanum sem þú eyðir mestum þínum tíma í og hvort það sé nauðsynlegt að eyða svona miklum tíma í það.

  • Vertu meðvitaður/uð um ástæður þess að þú viljir kíkja á símann. Er það vegna þess að þú ert einmana, leiðist eða ertu að missa af einhverju? Í flestum tilfellum er þetta ávani (Þekkingarmiðlun, 2017).

  • Reyndu að hitta vini og vera með fjölskyldu eða gera eitthvað skemmtilegt t.d. hreyfa þig, lesa o.s.frv. Til þess að reyna að gera eitthvað annað en að vera í símanum (Wikihow, 2018).

  • Ekki fara í símann þegar þú vaknar.

  • ​Kíktu á símann á ákveðnum tímum (Þekkingarmiðlun, 2017).

  • Ekki sofa með símann inni í herberginu þínu (Þekkingarmiðlun, 2017).

  • Slökktu á öllum tilkynningum og hljóðum frá Snapchat, Facebook, Instagram o.s.frv. 

​       (Ingólfur Grétarsson, 2018).

  • Gott er að ákveða að ekki fara í símann á ákveðnum tíma t.d. á milli 17 og 20 á kvöldi (Þekkingarmiðlun, 2017).

  • Ekki nota símann þinn sem vekjaraklukku. Það ýtir undir að þú skoðir símann á kvöldin áður en þú ferð að sofa og þegar þú kveikir á vekjaraklukkunni og að þú skoðir símann um leið og þú vaknar þegar þú slekkur á vekjaranum (Mashable, 2015).

bottom of page