top of page

Samfélagsmiðlar og símanotkun

Símanotkun er orðin mjög alvarlegt vandamál í samfélaginu nú til dags. Flest allir eiga snjallsíma og eyða miklu af tíma sínum í honum. Sérfræðingar segja að farsíminn sé þriðja algengasta fíkn í heiminum. Of mikil símanotkun hefur leitt af sér mikla símafíkn hjá öllum kynslóðum. Símafíkn lýsir sér þannig að fólk er mjög mikið í símanum. Til dæmis, getur fólkið ekki sleppt símanum í nokkrar klukkustundir vegna þess að það „verður” að kíkja á tilkynningarnar og skoða hvort að það sé eitthvað að frétta. Annars verður fólk órólegt, stressað og líður, satt að segja, mjög illa. Þó að það séu engar tilkynningar fer fólk samt í símann vegna þess að þetta er orðinn vani og fíkn.

 

Löngunin í símann er orðin svo mikil að margir líkja því við fíkn spilakassa (Health, án dags.). Fólk notar oft símann til að forðast félagslegar aðstæður t.d. þegar það er í strætó fer það í símann í stað þess að ná augnsambandi og skapa samræður við fólk því flestum finnst það óþægilegt og ef til vill vandræðalegt.

Daglega kíkir meðalmanneskja 110 sinnum í símann (Brookhavenretreat, 2017).

Okkur finnst að símanotkun hafi frekar slæm áhrif heldur en góð á fólk, því ætti mannfólkið að minnka símanotkun töluvert.

 

Það er nánar fjallað um það í kaflanum „Áhrif.”

bottom of page