top of page

Samfélagsmiðlar og símanotkun

Síminn, notkun hans og samfélagsmiðlar hafa mjög mikil áhrif á fólk bæði líkamlega og andlega. En það eru ýmist góð eða slæm áhrif.   

 

Hver eru áhrif samfélagsmiðla og símanotkunar?

Síminn hefur líka slæm áhrif á líðan fólks. Mörg dæmi sýna að símanotkun fólks í dag sé orðin mjög slæm og sérfræðingar segja að farsímanotkun hefur valdið miklum kvíða, þunglyndi og svefnvanda undanfarin ár (RÚV, 2018). Fólk í dag er yfirleitt mjög þreytt og rannsóknir sýna að einn af hverjum þremur kíkja á símann sinn þegar þau vakna um miðja nótt (Brookhavenretreat, 2017). Enn fleiri fara í símann áður en þeir fara að sofa og þegar þeir vakna, þannig að síminn er orðinn stór hluti af svefnvenjum fólks í dag. Samkvæmt rannsóknum er ekki alveg vitað hvort að síminn sé orsök kvíða og þunglyndis. En talið er að síminn ýti að vissu leyti undir kvíða og þunglyndi hjá þeim sem eru nú þegar með það (Brookhavenretreat, 2017).

Áhrif símanotkunar á líf fólks í dag eru mjög slæm. Farsímar senda og taka á móti útvarpsbylgjum. Þegar farsími er notaður fara þessar bylgjur um loftnet sem er haldið upp að eyra eða gagnaugasvæði. Örbylgjur af þessari tíðni hita umhverfið og þá hafa sérfræðingar álitið að farsímanotkun hiti heilann og valdi þannig skemmdum á honum. Á nánast hverjum degi greina fjölmiðlar frá því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og minnisleysi, svefntruflunum, höfuðverk, svima og ógleði. Það liggur mikið undir vegna þess að fleiri en 500 milljónir manna í heiminum í dag nota farsíma daglega og fjölgar þeim stöðugt. Farsímanotendum stafar nú meiri hætta á að fá heilaæxli, hrörnunarsjúkdóm í heila og hvítblæði heldur en öðru fólki sem notar ekki símann sinn mikið
(Vísindavefurinn, 2000).

Síminn hefur samt sem áður ekki einungis slæmar afleiðingar. Þó hefur síminn töluvert færri góð áhrif heldur en slæm. Síminn er gott vinnutæki og mjög nytsamlegur í hófi. Síminn hjálpar til við lærdóm og vinnu og einnig er hægt að hafa samband við vini og ættingja frá öllum heimshornum.    

Losun kortisóls sem er hormón sem tengist streitu, getur verið eitt af áhrifum farsíma (Brookhavenretreat, 2017).

bottom of page