top of page

Samfélagsmiðlar og símanotkun

Styrktaraðilar

Ef maður er á samfélagsmiðlum þá eru styrktaraðilar eitthvað sem að maður ætti að kannast við. Styrktaraðilar eru oftast fyrirtæki sem hafa samband við áhrifavalda eða að áhrifavaldar hafa samband við fyrirtæki, þá um að auglýsa fyrirtækið eða ákveðna vöru. Áhrifavaldarnir fá oftast borgað fyrir það og fá ókeypis vörur í þokkabót. Það sem fyrirtækin fá út úr þessu er auðvitað auglýsing sem að eykur vinsæld fyrirtækisins og kemur því nafninu á framfæri.

Auglýsingar

Auglýsingar hafa verið mjög vinsælar og algengar í tímans rás. Áhrifavaldar auglýsa oft t.d. vörur, mat, föt og fleira í tengslum við fyrirtæki. Tilgangur þess er að fylgjendur áhrifavaldanna kaupi þessar vörur eða kannist við nafn og tilgang fyrirtækisins.

Samstarf

Samstarf er frekar algengt á samfélagsmiðlum. Oftast hópast áhrifavaldar saman til að auglýsa einhvern ákveðinn hlut eða fyrirtæki t.d. síma og búa þau til skemmtilegt og sérstætt myndband sem er svo dreift á samfélagsmiðla. Það þykir mjög vinsælt og skemmtilegt og eykur mjög athygli fyrirtækisins og vörunnar sem auglýst er.

Um 80% jarðarbúa eiga farsíma

(Spinfold, án dags.).

bottom of page