top of page

Samfélagsmiðlar og símanotkun

Samfélagsmiðlar og símanotkun er mjög stór hluti af lífi mannsins nú til dags. Ef að maður lítur í kringum sig sér maður að flest allir eiga snjallsíma og eyða miklum tíma í honum. Mesti tímaþjófurinn í símanum eru auðvitað samfélagsmiðlarnir sem eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Markmið flest allra miðla er að fá sem flesta til að nota þá. Helstu og vinsælustu miðlarnir eru:

Instagram: Instagram er mjög vinsælt forrit meðal ungs fólks. Það virkar þannig að þú setur póst á síðuna þína og er það annaðhvort mynd, myndband eða bæði og birtist það svo á síðunni þinni. Fólk getur metið póstana þína með því að „hjarta“ við póstana eða skrifa ummæli við þá. Þú getur einnig fylgt einhverjum einstakling sem þú þekkir eða sem þér finnst gaman að fylgja og þá sérð þú póstana þeirra. Á Instagram getur maður sent skilaboð og haft samband við fólkið sem maður fylgir, fólkið sem fylgir manni og einnig öðru fólki sem maður fylgir ekki. Instagram er eitt af vinsælustu samfélagsmiðlunum og getur maður eytt tímum saman inn á því.  

Snapchat: Snapchat er einn af þekktustu samfélagsmiðlum sem hefur verið í samfélagsmiðlasögunni. Snapchat samanstendur af orðunum snap og chat. Snap þýðir að smella og chat er að senda skilaboð eða spjalla. Orðin gefa okkur til kynna að Snapchat er forrit sem notað er til að spjalla eða senda skilaboð á fljótlegan hátt. Það sem einkennir Snapchat er að upprunalega gat fólk einungis séð snap-ið (myndina/textann) í 10 sekúndur í mesta lagi. Nú er Snapchat búið að breytast töluvert, þ.e. ekki er lengur ákveðinn tími á snöp-um einnig er nú hægt að senda skilaboð í mismunandi formum og eins er hægt að hringja. Á Snapchat er hægt að deila myndböndum og myndum með vinum sínum og fylgjendum með því að setja það á Mystory. Snapchat hefur náð miklum vinsældum í gegnum árin en þó hafa vinsældirnar minnkað töluvert vegna uppfærslu forritsins.

Facebook: Á Facebook stofnar maður aðgang af sjálfum sér og getur sett inn fullt af innleggjum um hvað sem manni dettur í hug t.d. textum, myndum og myndböndum frá deginum, óskað vinum sínum til hamingju með daginn og margt fleira. Þú getur tekið þátt í umræðum og svoleiðis með því að fara í sérstaka málefnahópa. Þú getur einnig bætt við vinum og sent þeim skilaboð í gegnum Messenger. Messenger er forrit þar sem að maður getur sent skilaboð til vina sinna, búið til litla hópa með fólki sem maður þekkir og talað saman í gegnum myndspjall. Facebook er eitt af elstu samfélagsmiðlunum og hefur verið vinsælt frá upphafi.

Twitter: Twitter er samfélagsmiðill þar sem þú getur skrifað 140 stafa færslur (sem heita tíst) og deilt með öðrum. Einnig getur þú tekið þátt í ýmsum umræðum sem byrja með myllumerki (#). Þú getur einnig fylgt frægum síðum, vinum þínum og frægu fólki. Þegar þú fylgir þeim sérð þú alltaf tístin sem þau setja inn á. Það er hægt að endurtísta tístum ef að þér finnst þau áhugaverð eða vel skrifuð. Svo er auðvitað hægt að líka við tíst og fara þau þá sjálfkrafa í dálk sem heitir Eftirlæti. Twitter, eins og Facebook, hefur verið vinsælt í mjög langan tíma og er það enn.

YouTube: YouTube er eitt af vinsælustu forritum heims. Flest allir kannast við nafnið YouTube. Á YouTube er meðal annars hægt að hlusta á tónlist og horfa á myndbönd. Myndböndin geta verið allt frá tónlistarmyndböndum til myndbanda til skemmtunar. YouTube virkar þannig að þeir sem eiga YouTube aðgang geta deilt sínum eigin myndböndum með öðrum. Aðrir geta þá líkað við, mislíkað, skrifað athugasemdir og fylgja þeim sem bjuggu til myndböndin. Margir verða mjög þekktir fyrir myndböndin sín og eru þeir þá þekktir „YouTuberar“. Flestir „YouTuberar“ eru þekktir fyrir til dæmis tölvuleikjamyndbönd, grínmyndbönd, förðunarmyndbönd og margt fleira. YouTube er mjög fjölbreytt go hægt er að eyða heilmiklum tíma þar.

bottom of page